Posts

Showing posts from September, 2016

Bítlaæði - Bieberæði

Í gamla daga missti ungt fólk bæði þvag og saur yfir Bítlunum og annarri tónlist þess tíma. Bítlarnir voru vissulega bylting í tónlist og ekkert skrýtið kannski að Bítlaæði hafi gripið um sig. Á þeim tíma var tónlist líka mun stærri þáttur í lífi ungs fólks en hún er í dag. Eldra fólkið hneykslaðist og skildi ekki þessa tónlist og þá persónudýrkun sem fylgdi æðinu. Það hristi bara hausinn. Þetta gerðist auðvitað líka þegar Elvis steig fram á sjónarsviðið nokkrum árum áður. Síðan þá hefur það gerst aftur og aftur að unga fólkið heillast og eldra fólkið hneykslast. Það nýjasta er auðvitað Bieber æðið sem er ekkert annað en Bítlaæði dagsins í dag. Ég er alls ekki að líkja saman tónlist þessara tveggja. Bieberinn myndi ekki þola þá samlíkingu í mínum huga. En það skiptir ekki máli hvað mér eða öðrum miðaldra og eldri borgurum finnst. Krökkunum er skítsama. Þeim finnst Bítlarnir sjálfsagt hundleiðinlegir og skilja ekkert hvernig fólk getur hlustað á þetta. Fyrir þeim er Bieber málið. Pe