Posts

Showing posts from January, 2016

Sjálfstraust

Þegar ég var krakki og langt fram á unglingsár leið mér oft þannig að mér fannst ég útundan og minnimáttar. Það var alveg sama hvort ég var í skólanum eða fjölskylduboðum mér fannst ég sjaldan velkominn. Ekki það að það hefi verið sagt við mig berum orðum, kannski eitthvað sem ég skynjaði í framkomu annarra. Sennilega var þetta þó mest í hausnum á mér. Jú það var reyndar einu sinni sagt við mig svo ég muni. Þá var ég í gaggó og það voru frímínútur. Ég gekk að hóp bekkjarfélaga og einn þeirra sagði við mig : "Hvað ert þú að gera hér ?". Ég hundskaðist í burtu. Ég átti ekki marga vini í æsku. Nánar tiltekið tvo. Einn í skólanum og einn í blokkinni þar sem ég bjó. En það var fullt af krökkum í blokkinni þannig að maður gat nú stundum leikið við þau. Og svo lék ég við systur mína stundum. Oft var ég nú bara einn að dunda mér og dreyma dagdrauma um breytt ástand. Þessi líðan mín á æskuárum er sennilega ein aðalástæðan fyrir því starfi sem ég seinna valdi mér. Það er að segja