Posts

Af hverju féll ég ?

Hæ, ég heiti Jakob og er alkóhólisti. Ég fór í mína fyrstu meðferð árið 1992. Ég var 28 ára. Það var bæði erfið og stór ákvörðun fyrir mig að fara inná Vog og játa fyrir sjálfum mér og öðrum að ég réði ekki við áfengisdrykkjuna. Ég hafði vitað innst inni í einhvern tíma að drykkjan væri orðin vandamál en það var eitthvað svo fjarri mér að fara í meðferð. Ég drakk "bara" um helgar en um leið og fyrsti sopinn var kominn inn fyrir mínar varir var ég stjórnlaus og drakk mikið og illa. Á Vogi hitti ég allskonar fólk sem var að koma úr alls konar neyslu og margir að mínu mati verr settir en ég. Fólk sem var í dagneyslu, búið að drekka sig úr vinnu og frá fjölskyldu. Ég fékk svokallaðan minialka komplex en lét það ekki stoppa mig. Mitt vandamál var til staðar og ég ætlaði að sigrast á því. Eftir því sem leið á meðferðina varð ég sannfærðari um að ég ætlaði aldrei aftur að drekka. Ég lærði margt í meðferðinni og þetta var þroskandi tími. Eitt af því sem ráðgjafinn minn á Staðarfell

Bítlaæði - Bieberæði

Í gamla daga missti ungt fólk bæði þvag og saur yfir Bítlunum og annarri tónlist þess tíma. Bítlarnir voru vissulega bylting í tónlist og ekkert skrýtið kannski að Bítlaæði hafi gripið um sig. Á þeim tíma var tónlist líka mun stærri þáttur í lífi ungs fólks en hún er í dag. Eldra fólkið hneykslaðist og skildi ekki þessa tónlist og þá persónudýrkun sem fylgdi æðinu. Það hristi bara hausinn. Þetta gerðist auðvitað líka þegar Elvis steig fram á sjónarsviðið nokkrum árum áður. Síðan þá hefur það gerst aftur og aftur að unga fólkið heillast og eldra fólkið hneykslast. Það nýjasta er auðvitað Bieber æðið sem er ekkert annað en Bítlaæði dagsins í dag. Ég er alls ekki að líkja saman tónlist þessara tveggja. Bieberinn myndi ekki þola þá samlíkingu í mínum huga. En það skiptir ekki máli hvað mér eða öðrum miðaldra og eldri borgurum finnst. Krökkunum er skítsama. Þeim finnst Bítlarnir sjálfsagt hundleiðinlegir og skilja ekkert hvernig fólk getur hlustað á þetta. Fyrir þeim er Bieber málið. Pe

Sjálfstraust

Þegar ég var krakki og langt fram á unglingsár leið mér oft þannig að mér fannst ég útundan og minnimáttar. Það var alveg sama hvort ég var í skólanum eða fjölskylduboðum mér fannst ég sjaldan velkominn. Ekki það að það hefi verið sagt við mig berum orðum, kannski eitthvað sem ég skynjaði í framkomu annarra. Sennilega var þetta þó mest í hausnum á mér. Jú það var reyndar einu sinni sagt við mig svo ég muni. Þá var ég í gaggó og það voru frímínútur. Ég gekk að hóp bekkjarfélaga og einn þeirra sagði við mig : "Hvað ert þú að gera hér ?". Ég hundskaðist í burtu. Ég átti ekki marga vini í æsku. Nánar tiltekið tvo. Einn í skólanum og einn í blokkinni þar sem ég bjó. En það var fullt af krökkum í blokkinni þannig að maður gat nú stundum leikið við þau. Og svo lék ég við systur mína stundum. Oft var ég nú bara einn að dunda mér og dreyma dagdrauma um breytt ástand. Þessi líðan mín á æskuárum er sennilega ein aðalástæðan fyrir því starfi sem ég seinna valdi mér. Það er að segja

Íslensk tónlist - Oft ókeypis

Ég er búinn að vera tónlistamaður síðan ég var unglingur. Ég hef haft tónlist að atvinnu meira og minna í fleiri ár en ég þori að nefna. Ég elska tónlist og tel það vera forréttindi að fá að starfa við það sem mér finnst skemmtilegt. Það þýðir samt ekki að ég sé til í að vinna ókeypis. Ég hef bara ekki efni á því og mér finnst það ósanngjarnt miðað við allan þann tíma sem ég hef lagt í þetta og að maður tali nú ekki um tækjakaup og annan kostnað. Maður verður seint ríkur á því að vera tónlistamaður, og það er meira en að segja það að ætla að lifa á tónlistinni eingöngu. Það var svosem aldrei ætlun mín að gera þetta að einhverri atvinnu. Þegar ég var að byrja gerði ég þetta af hugsjón og ánægju. Ég man þegar ég var í fyrstu hljómsveitinni minni, Tappa Tíkarrass, þá fengum við stundum skammir frá öðrum tónlistamönnum af því við seldum okkur of ódýrt. Við vissum bara ekki betur. Við vorum ung og óreynd og vildum bara hafa gaman. Við vorum líka endalaus í því að koma okkur á framfæri. En