Posts

Showing posts from 2013

Íslensk tónlist - Oft ókeypis

Ég er búinn að vera tónlistamaður síðan ég var unglingur. Ég hef haft tónlist að atvinnu meira og minna í fleiri ár en ég þori að nefna. Ég elska tónlist og tel það vera forréttindi að fá að starfa við það sem mér finnst skemmtilegt. Það þýðir samt ekki að ég sé til í að vinna ókeypis. Ég hef bara ekki efni á því og mér finnst það ósanngjarnt miðað við allan þann tíma sem ég hef lagt í þetta og að maður tali nú ekki um tækjakaup og annan kostnað. Maður verður seint ríkur á því að vera tónlistamaður, og það er meira en að segja það að ætla að lifa á tónlistinni eingöngu. Það var svosem aldrei ætlun mín að gera þetta að einhverri atvinnu. Þegar ég var að byrja gerði ég þetta af hugsjón og ánægju. Ég man þegar ég var í fyrstu hljómsveitinni minni, Tappa Tíkarrass, þá fengum við stundum skammir frá öðrum tónlistamönnum af því við seldum okkur of ódýrt. Við vissum bara ekki betur. Við vorum ung og óreynd og vildum bara hafa gaman. Við vorum líka endalaus í því að koma okkur á framfæri. En